Wednesday, January 20, 2021

Frægir steinar sem ég skoðaði á síðasta ári

Blótsteinn á Hólmavík
(mynd: Vésteinn Valgarðsson)
Á árinu 2020 ferðaðist ég eins mikið og ég gat innanlands, og mest um Vesturland og Norðurland. Eitt af því sem ég geri á innanlandsferðalögum er að vitja frægra steina. Síðasta sumar skoðaði ég þessa:

Húsafellshelluna í Borgarfirði og Draugaréttina með.
Stein Árum-Kára í Selárdal.
Grástein í Stóru-Ávík á Ströndum.
Blótsteininn á Galdrasýningunni á Hólmavík (mynd).
Hestasteininn á Höskuldsstöðum í Vindhælishreppi á Skaga.
Skeljungsstein í landi Silfrastaða í Skagafirði.
Djáknastein á Myrká í Hörgárdal.
Hestasteininn í Laufási við Eyjafjörð (sem langalangafi setti þar).

Lurkasteinn í Öxnadal bíður betri tíma, sem og Staupasteinn í Hvalfirði og fleiri nafntogaðir merkissteinar.

No comments:

Post a Comment