Monday, August 4, 2014
Hættu að ljúga, Hanna Birna
Hanna Birna situr við sinn keip. Hvaða hag ætti hún að hafa af þessu máli? Hún ætti að spyrja hann að því, aðstoðarmanninn sem fannst það góð hugmynd að leka þessu þarna skjali. Hins vegar þætti mér gaman að vita hvaða hag hún hefur af að ljúga um málið. Tony Omos "var eftirlýstur af lögreglu á þessum tímapunkti" segir Hanna. Það er löngu komið fram að það er lygi. Af hverju lýgur hún? Og hverju öðru lýgur hún þá? Ef hún átti einhvern tímann von um að koma út úr þessu máli með hreint mannorð, þá er sú von úti og það fyrir löngu. Því lengur sem hún dregur afsögnina óumflýjanlegu, þess sársaukafyllri verður hún fyrir hana sjálfa. Verði henni að góðu.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment