Sunday, August 3, 2014
Hanna Birna búin
Það er aulalegt þegar stjórnmálamenn þekkja ekki sinn vitjunartíma heldur hanga á ráðherrastólnum eins og hundur á roði og kunna ekki að skammast sín heldur halda að þeir geti bara beðið þangað til demban gengur yfir. En demban sem núna stendur á Hönnu Birnu er ekki eitthvað sem gengur bara yfir. Ef hún hefði haft vit á að víkja strax tímabundið á meðan málið væri rannsakað, þá hefði hún hugsanlega átt afturkvæmt. Úr því sem komið er, er það of seint. Því lengur sem hún dregur hið óumflýjanlega, þess erfiðara verður það og pínlegra. Hún er búin.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment