Tuesday, July 4, 2006

Þögnin rofin

George H.W. Bush kemur til Íslands í dag, einn stófelldasti núlifandi stríðsglæpamaður í heimi. Sakaskrá hans er löng og ljót. Forseti Íslands ætti að finna sér eitthvað betra að gera heldur en að traktera svona bófa. Ég bendi fólki á að lesa Kæru gegn George H.W. Bush, sem lögð var fram í gær af nokkrum borgurum sem eru á móti stríðsglæpum. Ekki þarf að reikna með því að íslensk stjórnvöld bregði í þetta skipti út af þeim vana sínum að sjá í gegn um fingur með glæpi gegn mannkyni, þegar í hlut eiga málsmetandi menn frá Vesturlöndum.

Á Gagnauga.is skrifar Jón Karl Stefánsson: Fréttir eða áróður?

Ég vil benda fólki á að taka síðdegið 11. júlí frá. Þá er væntanlegur hingað til lands ekki ómerkilegri maður en Michael Chossudovsky. Gagnauga greinir frá (sorrí, ég kann ekki að vísa á sjálfa tilkynninguna).
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Við bloggi mínu frá 16. júní barst eitt svar, þar sem Pétur Þorleifsson rekur nokkur atriði í umhverfisverndarbaráttu undanfarinna ára. Mig rámar nú í þessa baráttu, veit að hún fór fram, tók þátt í henni og svona. Í henni fór sumt vel og sumt miður. Niðurstaða málsins er kannski besti mælikvarðinn.

Eftir blogg mitt 13. júní spunnust umræður þar sem Ólafur Páll Sigurðsson fór mikinn (1,2,3). Ég veit ekki hvað ég sé mikla ástæðu til að að elta ólar um þetta, en tel sjálfsagt að birta hérna svar mitt sem annars birtist á öðrum vettvangi:
Nýleg skrif mín, sem voru m.a. gagnrýnin á skyrsletturnar í fyrra, voru ekki hugsuð sem gagnrýni á viðtöl, greinaskrif, ferðalög, tjaldbúðir eða annað sem ég tel hafa heppnast vel. Gagnrýnin á skyrsletturnar var gagnrýni á einstaka, herskáa aðgerð sem ég tel hafa verið vanhugsaða, óheppilega og afvegaleiðandi fyrir umræðuna.
Ég kannast ekki við að hafa vikið að því sérstaklega að Paul Gill hafi neitað Grapevine um viðtal. Ég vissi ekki einu sinni að Grapevine hefði komið við sögu. Ég sé ekkert óeðlilegt við að menn neiti blaðamönnum sem þeir treysta ekki um viðtal, en það var Paul sjálfur sem sagði mér að hefði ekki áhuga á að tala við fjölmiðla, vegna þess að þetta hefði verið "bein aðgerð, ekki PR-stönt" (hans eigin orð). Ég kannast ekki við að hafa apað "viðbrögð, hundalógík, útúrsnúninga, vannþekkingu og vísvitandi falsanir" eftir Grapevine, enda hef ég ekki einu sinni séð umfjöllun blaðsins um þetta mál. Mín skrif eru mínar skoðanir, ekki blaðamanna Grapevine.
Ég veit vel að sum þeirra sem slettu skyrinu tóku beinan þátt í undirbúningi HÆTTA-tónleikanna. Gott hjá þeim, en það kemur skyrslettunum ekki við.
Mér finnst aulalegt að saka mig um að "rembast við" að "falsa söguna". Starf og aðgerðir íslenskra umhverfisverndarsinna (ekki síst ÓPS) hafa, að mínu mati, svo sannarlega haft áhrif. Ég man ekki eftir að hafa haldið öðru fram. Það sem ég hélt hins vegar fram í mínum skrifum var (a) að hreyfing umhverfisverndarsinna á Íslandi þarfnaðist strategíu og (b) að beinar aðgerðir væru beggja handa járn, stundum ætti sumt við, stundum ekki.

Það gildir það sama og þetta og fyrr sagði, að niðurstaðan er besti mælikvarðinn.

No comments:

Post a Comment