Wednesday, July 19, 2006

Lóur og sólarupprásir á Kleppi

Einn af kostunum við að vinna næturvaktir er að þá sér maður oft sólarupprásina. Héðan frá Kleppi hef ég séð margar hrikalega fallegar sólarupprásir undanfarna mánuði. Í nótt var ennþá bjarmi á norðvesturhimninum þegar morgunroðinn var kominn á norðausturhimininn.

Á túninu fyrir norðan Klepp er gjarnan mikið af lóum á sumrin. Í gærmorgun, eldsnemma, taldi ég 26 stykki, og nokkru seinna, um 7-leytið, 34. Mest hef ég séð 66 staddar á túninu í einu, það var í hittifyrra.

No comments:

Post a Comment