Wednesday, September 22, 2004

Kominn heim frá Ungverjalandi. Ferðing þangað, dvölin þar og ferðin heim gekk allt eins og í sögu. (Eiginlega svo vel að mér datt helst í hug að ég væri orðinn vanur ferðamaður.) Mér tókst meira að segja að bjarga mér smávegis á ungversku!



Ég lenti á Stansted kl. 8:30 í gærmorgun (þriðjudag). Tók lest niður í bæ. Þar sem ég átti nokkra klukkutíma í heimsborginni ákvað ég að fara í bókabúðir. Ég hafði farið á stúfana daginn áður og leitað á netinu og þetta er búðin sem ég fór í fyrst:

Housmans Bookshop

5 Caledonian Road

London N1 9DX


Leiðbeiningar: Farið með Underground á King's Cross St. Pancras. Finnið götu sem heitir York Way. Gangið hana frá lestarstöðinni. Fyrsta gata til hægri heitir Caledonian Street. Hún endar í Caledonian Road og þetta er númer 5.

Housmans Bookshop er róttæk bókabúð. Þar er bæði venjuleg bókabúðar-deild, ritfangadeild, deild með róttækum blöðum og loks, síðast en ekki síst, fornbókadeild (second hand)!

Ég undi mér þarna nokkra stund og rogaðist á endanum út með fullan plastpoka. Þarna mun ég koma aftur og með fleiri peningaseðla en síðast. Í húsinu við hliðina (Cal.Rd. 7 eða 9) er svo krá sem er ódýr og subbuleg en selur ágætan Guinness.

~~~~~~~~~~~~~~~~~

Fleyg orð: „Ég ber [konuna mína] vegna þess að kona á að óttast eiginmann sinn og með þessu móti neyði ég hana til að virða mig“ - svo segir karl einn í Íran. Hann hlýtur að vera alveg ótrúlega heimskur; flestir sem hugsa svona hafa nú í það minnsta vit á að þegja um það...

No comments:

Post a Comment