Thursday, September 9, 2004

Chechenía, Palestína, Nýtt afl og Kastljósið í fyrradag



Þar kom það, rússnesk yfirvöld munu nota hryðjuverkið í Beslan sem átyllu til að myrða chechenska aðskilnaðarsinna hvar sem til þeirra næst. Líka þá sem komu ekki nálægt þessu hryðjuverki, svo sem Mashkadov forseta. Með því að svipta chechensku þjóðina útlægri pólítískri forystu sinni er gengið milli bols og höfuðs á Chechenum pólítískt séð. Þegar leiðtogarnir eru felldir skapast auk þess hætta á að hreyfingar þeirra splundrist. Þegar tvenn eða þrenn samtök eru sannars vegar er hægt að semja við leiðtogana um að samtökin leggi niður vopn. Ef samtökins klofna upp og verða, þess vegna, margir tugir talsins, þá er um leið loku fyrir það skotið að hægt sé að semja við þau. Þá heldur stríðið áfram, rússnesku valdastéttinni til hagsbóta, en chechenska andspyrnan er veikluð og rússneskir pólítíkusar verða vinsælir meðal smáborgaralega þenkjandi fólk fyrir að miða vel í sínu „stríði gegn hryðjuverkum“ og hljóta endurkjör. Pottþétt plan, ekki satt?

~~~~~~~~~~~~~~~

Valdimar Jóhannsson frá Nýju afli var í viðtali hjá Arnþrúði Karlsdóttur á Útvarpi sögu í gær. Helvíti mæltist honum vel um margt. Takið eftir þessu: Fyrir nokkrum árum fór Valdimar í mál við ríkisstjórn Íslands og kærði fiskveiðistjórnunarkerfið fyrir að brjóta gegn jafnræðisrglu stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur dæmdi honum í vil, það er að segja, að fiskveiðistjórnunarkerfið væri ólöglegt. Undir það tóku einir 105 af (alls um 150) prófessorum við HÍ. Hvernig brást ríkisstjórnin við? Halldór og Davíð sögðu að þessir menn hefðu bara ekkert vit á þessu, væru illa upplýstir og hefðu rangt fyrir sér. Hin ólöglegu lög voru auðvitað ekki numin úr gildi. Eindreginn brotavilji.

Með upptöku kvótakerfisins var íslenska þjóðin rænd dýrmætustu eign sinni, fiskimiðunum. Á þessu þýfi hefur fámenn elíta ræningjabaróna og þjófsnauta („kvótakónga“) fleytt sér síðan. Fyrir mitt leyti finnst mér að það ætti að hafa þetta að engu og að menn fari bara og sæki sjóinn eins og þeim sýnist þangað til almennilegt kerfi hefur verið tekið upp. Borgaraleg óhlýðni er svarið.

Valdimar talaði líka um framkvæmdirnar fyrir austan og deCode-svindlið, meðal annars. Margt áhugavert kom fram. Framkvæmdirnar fyrir austan eru lýðskrum til að kaupa Framsóknarflokknum vinsældir, en meintur væntanlegur ávinningur af þeim er líkast til mun minni en látið er líta út fyrir. Tap er vel hugsanlegt. Margur maðkur í þeirri mysu. Skuldir Landsvirkjunar eru ekki taldar með skuldum ríkisins. Hvers vegna ekki? Einhverja kann að ráma í deCode-svindlið, þar sem stór hluti þjóðarinnar lét ginna sig til að leggja stórfé í deCode ævintýrið mikla. Hvað varð af því máli öllu? Hvers vegna lét fólk sig bara hafa það að vera haft að féþúfu?



Hér er ein ráðlegging: Ef það virðist vera of gott til að geta verið satt, þá er það yfirleitt ekki satt!

~~~~~~~~~~~~~~~

Sjálfsmorðsárásirnar í Beersheba í Ísrael hafa, skiljanlega, fengið mikla umfjöllun fjölmiðla nýverið. Eins og við mátti búast hafa vestrænir fjölmiðlamenn hallað réttu máli. Tek nokkur dæmi:



CBS News segir: 16 Dead In Israel Bus Bombs (CBS/AP) Palestinian suicide bombers blew up two buses in this Israeli desert city on Tuesday, killing at least 16 passengers and wounding more than 80 in the deadliest attack in nearly a year. The blasts ended a six-month lull in attacks Israel had said was a result of its separation barrier, arrest sweeps and a widespread network of informers.

Fréttastofa CBS heldur því fram að það hafi verið 6 mánaða kyrrð. Á undanförnum mánuðum hafa næstum því 400 Palestínumenn verið drepnir! Er það kyrrð?? Annað: „Ísrael segir kyrrðina vera vegna múrsins“ - þetta er étið gagnrýnislaust upp eftir Ísraelum. Múrinn er eitt allsherjar hryðjuverk, og ekkert annað. Þeir sem hann skýlir fyrst og fremst eru glæpamennirnir sem ræna landinu undan fótum Palestínumanna, landtökumennirnir. Múrinn bitnar á palestínsku þjóðinni og hann er glæpur gegn mannkyni.



Í rökréttu framhaldi af því étur Washington Post gagnrýnislaust upp eftir Ísraelum: „"What we've learned in the last half year is that where there is a fence, there's no terror, and where there isn't a fence, there is terror," said Public Security Minister Tzachi Hanegbi. "That is the equation."

Það mætti umorða þetta: Þar sem er veggur eru hryðjuverk, þar sem er ekki veggur eru stundum hryðjuverk. Veggurinn er hryðjuverk sjálfur.

(Hjá Washington Post rakst ég reyndar líka á þessa grein, þar sem hryðjuverk og önnur vígaferli af hálfu herskárra Palestínumanna eru fordæmd og sagt frá duldum hörmungum árása, svo sem hvernig sá sem er kallaður „særður“ er miklu meira en bara smávegis særður. Þessi grein er hlutdræg og það má gera athugasemdir við ýmislegt í henni, en eftir stendur spurningin: Hvers vegna sér maður ekki svona greinar um árásir Ísraela á Palestínumenn prentaðar í Washington Post? Svar: Vegna þess að í vestrænum fjölmiðlum eru Palestínumenn framandgerð ómenni sem skiptir ekki máli þótt drepist.)



Newsday.com segir: Bus attacks break calm BEERSHEBA, Israel - At least 16 Israelis were killed yesterday and almost 100 injured when two Palestinians aboard buses blew themselves up within seconds of each other. The explosions shattered five months of relative calm in Israel.

Er þetta sanngjarnt orðalag? Fyrirsögnin segir að ró undanfarinna mánaða hafi verið raskað. Undanfarna mánuði hefur ekki verið nein ró! Ísraelar hafa þjarmað illa að Palestínumönnum og drepið nokkur hundruð. Ég hef Newsday-menn sterklega grunaða um að hafa lagfært þessa frétt eftir að hafa fengið athugasemdir!

~~~~~~~~~~~~~~~

Í Kastljósinu 7. september (í fyrradag) voru gestir Jón Hákon Magnússon stjórnmálafræðingur og Davíð Logi Sigurðsson blaðamaður. Þeir voru að ræða bandarísku forsetakosningarnar. Ég skil ekkert í honum Davíð Loga. Hann er gott dæmi um blaðamann sem kemst til metorða með yfirborðslegri umfjöllun um mál sem gjarnan eru mjög merkileg í sjálfu sér. Barnaleg sýn á stjórnmál. Pólítísk barnatrú.

Bush hefur frumkvæðið í þessari kosningabaráttu. Það vopn sem best mundi bíta gegn honum notar Kerry ekki. Hvers vegna? Bush er harðsvíraður auðvaldsseggur og heimsvaldasinni af verstu gerð. Hann er óvæginn lurkur bandarísku valdastéttarinnar, hvort sem er gegn bandarískum almenningi eða öðrum þjóðum. Auk þess er hann nautheimskur. Ef Kerry reyndi að gagnrýna þetta væri það pólítískt sjálfsmorð fyrir hann sem borgaralegan stjórnmálamann. Demókrataflokkurinn er nefnilega líka heimsvaldasinnaður auðvaldsflokkur. John Kerry er líka heimsvaldasinnaður auðvaldsseggur. Hvassasta vopnið mundi bíta hann sjálfan og pólítíska bakhjarla hans ekki síður en þykjustu-andstæðinginn Bush. Þeir eru meira að segja fóstbræður í fóstbræðralaginu Skull and Bones!

No comments:

Post a Comment