Við vinirnir leituðum lengi -- asnalega lengi -- áður en við fundum veitingastað sem við gátum sezt inn á, í Beograd í Serbíu, um árið. Matseðillinn var plastaður og plastið stamt af húðfitu annarra gesta. Húsgögnin hvít úr plasti, eins og sjást oft í görðum. Enska þýðingin var ekki gert af mikilli kúnst, en ég valdi "greeled trout" af seðlinum -- glóðarsteiktan silung. 300 grömm, það kom fram. Mér var síðan borinn stór diskur, hlaðinn steiktum sardínum úr dós. Meðlæti var ein sneið af sítrónu og ein lítil visk af steinselju. Og stór Jelen Pivo.
En þegar ég var barn -- kannski tíu ára -- vorum við pabbi og systkini mín norður í Mývatnssveit og fórum þar út að borða. Á Hótel Reykjahlíð. Í enska dálkinum á hinum eftirminnilega matseðli gat m.a. að líta "grilled throat" og "tenderlion". Ég vildi að ég hefði stolið eintaki.
No comments:
Post a Comment