Þegar Sjálfstæðismenn tala um að það "þurfi" að hafa "sátt" um eitthvað, þýðir það að þeir þurfi að vera sáttir við það sjálfir. Og þeir segja það ekki nema þeir séu það ekki. Aldrei töluðu þeir um að það þyrfti sátt um sölu Símans, eða um Kárahnjúkavirkjun, og hvað þá fjárlagafrumvarpið. Það virkar ekki þannig.
Ætli sé almenn sátt við að hafa kvóttakerfið óbreytt? Er sátt um gömlu stjórnarskrána? Eða um aðildina að Evrópska efnahagssvæðinu? Eða NATÓ?
Það breytist aldrei neitt ef það verður að vera í sátt við íhaldið og auðvaldið. Og þeir vita það best sjálfir. Þannig að fjandinn hafi þeirra sátt, þeirra hagsmuni og þeirra villandi blaður.
No comments:
Post a Comment