Katrín Jakobsdóttir "Unir niðurstöðunni um ESB" -- "VG vill ljúka ESB-viðræðum", greinir Moggi frá.
Það þarf forhertan haus til að sjá ekki þversögnina í því að "telja hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins" en vilja samt halda áfram aðlögunar- og samningaferlinu. Ég hefði getað kyngt ýmsum málamiðlunum sem VG hafa gert fyrir ríkisstjórnarsamstarfið, en að samþykkja ESB-umsókn er eitt af því sem ég get ekki sætt mig við. Sá sem vill ekki ganga í sambandið sækir hvorki um aðild að því, né samþykkir umsókn um aðild að því, né kýs flokk sem gerir það. Það er svo einfalt.
Alþýðufylkingin er eini vinstriflokkur á Íslandi sem er fortakslaust á móti ESB-aðild.Stefnuskrá hennar tekur af öll tvímæli um það og framhaldsstofnfundur okkar um síðustu helgi lagði enn frekari áherslu á andstöðuna í Ályktun um Evrópusambandið.
Alþýðufylkingin er flokkur sem vinstrisinnaðir fullveldissinnar geta fylkt sér um og stutt án þess að vera með óbragð í munninum.
No comments:
Post a Comment