Friday, January 4, 2013

Nánar um Gamla sáttmála og Nýja sáttmála

Á gamlársdag bloggaði ég um 750 ára afmæli Gamla sáttmála og stakk í leiðinni upp á að ESB-samningur yrði kallaður Nýi sáttmáli. Agli Helgasyni þótti uppástungan "hálf sorgleg" en Páli Vilhjálmssyni virtist lítast betur á hana.

Nú var þessi bloggfærsla stutt og ekki til þess fallin að fara djúpt í saumana, en henni var ekki ætlað slengja bara fram einhverju smellnu slagorði. Ég meina það, að ESB-samningurinn ætti að heita Nýi sáttmáli. Og nú er ég búinn að skrifa grein þar sem ég útskýri það nánar. Gjörið svo vel:

Gamli sáttmáli, Nýi sáttmáli og valkostur fyrir alþýðuna

No comments:

Post a Comment