Friday, March 11, 2005

Vantrúarsýning og ensk framsaga


Í kvöld klukkan 20:00 býður Vantrú.net í bíó. Mótmælandi Íslands verður sýndur, myndin um Helga Hóseasson, og umræður á eftir. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Staðsetning: Snarrót í Garðastræti 2. Nýtið nú tækifærið að sjá þessa frábæru mynd!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Á þriðjudaginn verður fundur á ensku í Snarrót, sá fyrsti í 6 funda röð. Ögmundur Jónsson heldur framsögu um hvað er að gerast á Kúbu um þessar mundir og hvernig samstarf Kúbu og Venezuela er háttað, en hann er nýkominn frá Havana. Framsagan verður, sem áður segir, á ensku, og á eftir eru umræður á ensku. Allir eru velkomnir, en fundinum er sérstaklega ætlað að koma til móts við þá sem eru ekki sleipir í íslensku. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar um fundinn eða plaköt til að hengja upp til að auglýsa hann - eða segja erlendum vinum, skólafélögum eða vinnufélögum frá - mega hafa samband við mig: vangaveltur@yahoo.com og fá sent plakat um hæl.

No comments:

Post a Comment