Tuesday, December 28, 2021

Styrkja, ekki sprengja

Ég styrki björgunarsveitirnar beint. En flugelda kaupi ég ekki af þeim og er reyndar þeirrar skoðunar að það ætti ekki að leyfa alla þessa flugeldasölu og -notkun.

Ég er eins og aðrar skepnur með það, að ég fælist sprengingar. Stressast allur upp. Ég er ekki að ýkja; gamlársdagur hefur að jafnaði verið versti dagur ársins hjá mér árum saman. 

Síðan ég dvaldi í Palestínu sumarið 2002.

Það breytir upplifuninni að heyra gnýinn í vopnuðum átökum.

Þegar dóttir mín var lítil, fór hún á hestbak í Húsdýragarðinum í lok janúar eða byrjun febrúar, þegar einhver hálfviti og lögbrjótur sprengdi flugeld, svo hesturinn hrökk við.

Það bjargaði barninu, að ég var varla búinn að sleppa því og gat því gripið það áður en það datt af hestbaki.

Ef tillitssemi við astmasjúklinga og fólk með áfallastreitueinkenni er ekki næg ástæða, þá mætti kannski sleppa flugeldunum af tillitssemi við okkur dýrin. 

No comments:

Post a Comment