Tuesday, November 23, 2021

Hneyksli þvert yfir Ölfusá

Það var frétt í gærkvöldi um fyrirhugaða nýja brú yfir Ölfusá. Framkvæmdin verður svokölluð PPP. Það stendur fyrir Public-Private Partnership. Það þýðir langtíma-hagsmunasamband opinberra aðilja við einkaaðilja, eða með öðrum orðum auðvaldið.

Svona brú er dæmigerð slík framkvæmd. Auðvaldið "tekur að sér" framkvæmd sem "hefði annars ekki verið farið í".* Þessu er stillt þannig upp til að réttlæta beina aðkomu auðvaldsins. Hvað vitum við annars hvað hefði annars verið? Það er pólitísk ákvörðun. Það er bara þessi ríkisstjórn sem hefði annars ekki byggt þessa brú, höfum það á hreinu.

Tilgangurinn er að koma peningum í lóg: í arðbæra fjárfestingu. Þeir væru ekki að því annars. Og hvaðan haldið þið að gróðinn komi?

[* ekki bein tilvitnun]

No comments:

Post a Comment