Tuesday, August 17, 2021

Ráðherrabílar og strætó...

Sósíalistaflokkur Íslands hefur gefið út að það eigi að afnema ráðherrabíla. Þetta er yfirborðslegt loforð og auk þess ekkert framsækið; ráðherrar hafa auðvitað ekki einkabílstjóra fyrst og fremst út af snobbi, heldur til þess að geta unnið í bílnum, t.d. talað í síma eða lesið. Frekar vildi ég fá góðan ráðherra heldur en að spilla bara fyrir lélegum ráðherra.

Hvað um það, einhver nefndi að ef ráðherrar neyddust til að taka strætó, þá mundi strætó batna vegna þess. Ráðherrarnir mundu laga kerfið sem þeir notuðu sjálfir. Hahaha. Haldið þið að það sé ekki millistig milli strætós og ráðherrabíls með einkabílstjóra? Og hafið þið séð hvernig umferðin er í Reykjavík?

(Borgarstjóri býr í göngufæri frá ráðhúsinu. En það er ekki aðalatriði í þessu.)

No comments:

Post a Comment