Það er forseti Kína, Xi Jinping, sem á aðalheiðurinn af herferðinni, en hann hefur frá því hann tók við embætti í fyrra, haldið sósíalískum gildum á lofti og gert hvað hann getur til þess að efla stuðning almennings við Kommúnistaflokkinn.Það er náttúrlega besta máli í sjálfu sér, að halda sósíalískum gildum á lofti, en eitthvað er nú skrítinn þefur af þessari frétt, "auður og völd" eru þarna meðal gilda, a.m.k. eins og Ríkisútvarpið útleggur fréttina. Er þetta þýðingarvilla?
Ráðamenn halda því þó enn fram að vestræn gildi á borð við lýðræði og frjálshyggju séu ekki viðeigandi í Kína
Í dagblaðinu kemur fram að með herferðinni vilji borgaryfirvöld í Wuhan reyna að tryggja sér nafnbótina: Siðfáguð, þjóðleg borg. Hana fá þær borgir sem standast siðferðislegar kröfur yfirvalda.
Er þetta ekki svipað og þegar Garðabær, Seltjarnarnes og Reykjanesbær eru að keppast við að uppfylla amríska drauminn og fá verðlaun Heimdallar fyrir sveitarfélag ársins?
No comments:
Post a Comment