„Gott dæmi um óhefðbundin jól væri ... rjúpa á aðfangadag“Ríkisútvarpið greinir frá. Hvaða bull er þetta? Hvernig getur rjúpa talist óhefðbundin á aðfangadag? Hefur það farið framhjá fréttamanninum að rjúpnaveiði hefur verið takmörkuð til muna vegna þess hvað stofninn hefur minnkað? Það -- lítið framboð -- er væntanlega ástæðan fyrir því að það eta hana fáir á jólum, og þeir sem ekki skjóta sjálfir þurfa að punga út þúsundum fyrir hvern fugl ef þeir kaupa hann á svörtum markaði. Það má vel gera ráð fyrir að karlmaður eti tvo ef ekki þrjá fugla, þannig að augljóslega er hún ekki á borðum flestra ... en óhefðbundin?
Saturday, December 20, 2014
Óhefðbundin jól??
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Miðað við hve gegnsætt orðið er þá er þetta ákaflega misnotað hugtak. Það er nærri hefðbundið að því sé misþyrmt.
ReplyDelete