Wednesday, December 27, 2006

Alcan álítur Hafnfirðinga vera hórur

Alcan álítur að það sé hægt að kaupa Hafnfirðinga. Tónleikar með Björgvin Halldórssyni, konfektkassi og nú síðast geisladiskur. Getur verið að Hafnfirðingar séu svo ginnkeyptir að þeir láti bjóða sér þetta? Gefa þeim geisladisk og hvetja þá svo til að taka málefnalega afstöðu, einmitt það! Svona gjöf er ekki ætluð til þess að hvetja fólk til málefnaleika, heldur þveröfugt. Gjöf af þessu tagi plantar þakklæti í fólk, tilfinningunni um að þeir eigi eitthvað inni hja manni. Þetta er ekki einu sinni pent útfært. Kosningar um stækkunina eru fyrir dyrum, þvert á vilja álrisans sem vill bara að stjórnvaldið ákveði þetta, eins og venjan er í þessu mjög svo lýðræðislega landi. En ef pöbullinn á að fá að skemma þetta fyrir þeim, þá er best að kaupa hann bara, er það ekki? Kaupa pöbulinn eins og hóru, brauð og leikar, það er það sem þetta vill.
Þetta múv segir náttúrlega mest um hvaða álit Alcan hefur á Hafnfirðingum.

No comments:

Post a Comment