Monday, January 10, 2005

Bandaríkjastjórn íhugar "El Salvador-valkostinn" í Íraq: Að koma upp dauðasveitum í Íraq, mönnuðum af Kúrdum og shíítum, til að myrða leiðtoga súnní-andspyrnunnar. Sagt að Allawi lítist bráðvel á þessa hugmynd. Það var honum líkt.



Af nepölsku byltingunni er það að frétta, að ríkisstjórnin segist bjóða maóistum til samninga, en Prachanda formaður maóistaflokksins segir að þeim séu boðnir smánarlegir kostir og muni ekki ganga til friðarviðræðna nema þær verði háðar á sanngjarnan hátt.



Indverjar gera stóran olíusamning við Írani og Rússa. Hmm ... ætli Íranir séu að eignast bandamann?



Norður-Kóreustjórn lætur til skarar skríða gegn síðu hári.

No comments:

Post a Comment