Tuesday, September 7, 2021

Stjórnmálahreyfing sem minnir á sértrúarflokk

Pólitísk skyldleikaræktun leiðir til pólitískrar úrkynjunar.

Það er engum hollt að lesa bara það sem hann er sammála eða trúir. Eins og bókstafstrúarmaðurinn sem les ekkert nema það sem aðrir bókstafstrúarmenn skrifa. Ef hin hliðin er bara bull, þá er samt hollt að þekkja hana.

Krati sem hefur ekki lesið Þjóðfélagsumbætur eða byltingu eftir Rósu Luxemburg, eða anarkisti sem hefur ekki lesið Ríki og byltingu eða Vinstri róttækni eftir Lenín -- eiga mikið eftir ólært.

Svo verður fólk sér bara til skammar þegar það kannast aðeins við aðra hliðina. Ég man eftir einum dönskum anarkista sem baulaði eitthvað sem hann hafði séð í kvikmyndinni "Land and Freedom" um vondu kommúnistana sem myrtu góðu anarkistana í spænska borgarastríðinu. Sem eyðilögðu allt. Flón, lestu þér til. Lestu um verkföllin í hergagnaverksmiðjunum, sem anarkistarnir og trottarnir skipulögðu, og grófu þannig undan stríðsátaki lýðvæeldisins að halda mætti að þeir hefðu verið agentar úr fimmtu herdeildinni. Hafðirðu ekki heyrt um það? Og trúir mér kannski ekki? Kannski hefðirðu átt að hlusta á fleira en áróðurinn einan.

No comments:

Post a Comment