Ég var tólf ára þegar Jón Páll Sigmarsson dó. Þegar ég var barn, var hann hetja mín og vina minna. Þegar hann dó frétti ég að hann hefði notað stera, og það var útskýrt fyrir mér hvað sterar væru og að hjartaáfalla væri algeng afleiðing af notkun þeirra. Þar hrundi glansmynd.
Næsta glansmynd hrundi nokkrum árum seinna. Ég var seytján og hékk gjarnan á kaffihúsi þar sem ég tefldi, spilaði og byrjaði að reykja og drekka kaffi. Eitt kvöld valt þar inn Hermann Gunnarsson, kófdrukkinn og spurði hvort þarna væru seldar sígarettur. "Nei", sagði vertinn, og Hemmi valt þá út aftur, með þessa þulu á vörunum: "andskotans djöfulsins helvítis andskotans djöfull". Eftir stóð ég, gapandi og með brostin augun, og aðra hrunda glansmynd frá bernskuárum.
Og núna fréttir maður af Bill Cosby. Ég hef, frá því ég var barn og fram á síðustu daga, haldið, og margsagt það fjölda fólks, að hann, sjálfur Fyrirmyndarfaðir, væri líklega besti maður í heimi. Alla vega síðan Freddie Mercury dó. Eðli málsins samkvæmt er svona yfirlýsing ekki bókstaflega meint, en núna eru komnir of miklir brestir í þá glansmynd til að ég muni endurtaka hana aftur.
Tuesday, November 18, 2014
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment