Sunday, November 15, 2009

Í næstu byltingu

Síðasta uppreisn gerði kröfur sem hún náði fram, losnaði við ríkisstjórnina, fjármálaeftirlitið og seðlabankastjóra. Það var sætur sigur, en greinilegt að það þarf meira til að fá þetta þjóðfélag til að meika sens. Hér eru þrjár kröfur sem ég legg til að verði inni í kröfugerð næstu byltingar, sem ég reikna allt eins með að hefjist fljótlega:
  • Burt með Alþjóðagjaldeyrissjóðinn -- strax.
  • Leiðréttið höfuðstól húsnæðislána og afnemið verðtryggingu -- núna.
  • Burt með forystu Alþýðusambands Íslands -- núna strax.
Ég gæti bætt við listann, en þetta væri ágæt byrjun.

No comments:

Post a Comment