Friday, December 5, 2008

Byltingu undan oki sérhagsmuna

Grein dagsins á Egginni er eftir sjálfan mig: Efnahagsleg kremja: Hvað skal taka til bragðs?

~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ef við viljum losna undan oki innlendra sérhagsmuna, hvor leiðin er þá betri til þess:
  1. að undirgangast ok erlendra sérhagsmuna sem eru sterkari en þeir íslensku?
  2. að steypa innlendu sérhagsmununum og láta almannahagsmuni ríkja hérna?
Innlenda valdastéttin er okið sem liggur á okkur og hefur gert frá því á söguöld. Hún hefur sjaldnast unnið ein síns liðs -- einu sinni vann hún með norsku valdastéttinni, lengst af með þeirri dönsku, á fyrri hluta 20. aldar mjög með hinni bresku og á síðari hluta 20. aldarinnar með bandarísk-evrópskri. Þeir vilja mynda bandalag við evrópsku auðstéttina núna.
Missum við fullveldið?
Í sannleika sagt, þá er fullveldið ofmetið. Íslendingar sem slíkir ráða minnstu í þessu landi. Þeir sem mestu ráða eru íslenska auðvaldið. Það er logið að okkur þegar okkur er sagt að við séum ein heild, að við sem þjóð stöndum saman í hagsmunabaráttunni. Það er ekki satt: Við erum stéttskipt. Stéttabaráttan hefur aldrei hætt, hún hefur bara verið á einn veginn undanfarna 2-3 áratugi.
Það er ekki lýðurinn sem ræður í þessu "lýðræði", það er yfirstéttin. Þannig hefur það verið frá landnámi og þannig mun það verða þangað til við steypum henni og tökum völdin í landinu í eigin hendur.
Það er valdastéttin sem fer með fullveldið, ekki almenningur.Það er valdastéttin sem stjórnar því hvort við göngum í Evrópusambandið, ekki almenningur.
Þangað til við steypum henni og tökum völdin í landinu í eigin hendur.

No comments:

Post a Comment