Tuesday, February 1, 2005

Þjóðkirkjan, 1st Amendment, Venezuela og bin Laden



Úr fréttum:
Forsætisráðuneytið, Þjóðkirkjan og Velferðarsjóður barna hafa tekið höndum saman um átak í uppeldismálum undir heitinu Verndum bernskuna.
Hvað í skrambanum er Þjóðkirkjan að gera þarna?
Bandarískir menntaskólakrakkar kæra sig kollótta um málfrelsi og taka því sem gefnu.
Alvarlegar fréttir fyrir unnendur málfrelsis. Krakkarnir kæra sig kollótta um það sem þeir kunna ekki að meta og kunna ekki að meta það sem þeir hafa aldrei fengið tækifæri til að láta reyna á.
Bandaríkin að undirbúa innrás í Venezuela?
Ég er með lista upp á 7 lönd sem mér þykja líkleg sem næsta skotmark bandarísku heimsvaldastefnunnar: Venezuela, Kólumbía, Kúba, Norður-Kórea, Nepal, Sýrland, Íran. Það eru svosem fleiri lönd sem koma til greina, en þessi eru efst á listanum. Það var núna að bætast eitt líkinda-prik við Venezuela.
Kerry kennir Bin Laden um ósigurinn.
Bush gat treyst á fjölskylduvininn og viðskiptafélagann. Bin Laden er karakter sem mér finnst ekki trúverðugur. Í mínum huga leikur lítill vafi á tengslum hans við CIA. Pælið í því: Bin Laden höfðar til valda-baklands sem eru róttækir ungir arabar og múslimar. Þetta valdabakland er ekki hægt að láta ónotað; ef Bandaríkjamenn nota það ekki verður bara einhver annar til þess. T.d. marxistar, sem yrðu bandarísku heimsvaldastefnunni mun þyngri í skauti en bókstafstrúarmenn. Bókstafstrúarmennirnir ætla sér a.m.k. ekki að afnema stéttaskiptinguna. Auðvitað reynir bandaríska valdastéttin að komast í þetta valda-bakland. Auðvitað. Fyrst mér hér á Íslandi dettur þetta í hug, þá skal enginn segja mér að Zbigniew Brzezinzky eða öðrum hugmyndafræðingum ný-heimsvaldastefnu BNA hafi ekki dottið það í hug. Að vísu er sá hængur á, að kristnir Bandaríkjamenn geta ekki höfðað til róttækra múslima sem hafa fengið að kenna á heimsvaldastefnunni. Í staðinn setja þeir upp karakter - karismatískan og efnaðan, sviphreinan og hugprúðan leiðtoga - sem ungu íslömsku róttæklingarnir falla í stafi fyrir: Ósama bin Laden. Fyrst í stríði Sovétmanna í Afghanistan (sem CIA stóð reyndar fyrir) - og síðan í tengslum við 11. september.

No comments:

Post a Comment