Friday, May 30, 2014

Framsókn kjáir við Kölska

Datt þessi í hug áðan:

Framsókn skúrkum leggur lið,
leikur sér að eldinum,
Framsókn kjáir Kölska við
með kleprana í feldinum.

Lesið annars borgarmálastefnuskrá Alþýðufylkingarinnar: Sósíalismi í einu sveitarfélagi og ef þið búið í Reykjavík, setjið x við R á morgun.

Thursday, May 29, 2014

Framboðslisti og borgarmálastefnuskrá xR

Skoðið borgarmálastefnuskrá Alþýðufylkingarinnar, hún er sú róttækasta og sú sem sker sig mest úr í félagslegum lausnum á verkefnum borgarinnar:

Sósíalismi í einu sveitarfélagi

Og sjáið líka framboðslistann okkar:

Framboðslisti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavík 2014

Velferð er vinna: xR

Ég vek athygli á grein um stefnu Alþýðufylkingarinnar í velferðarmálum:

Alþýðufylkingin: Velferð er vinna - x-R

XR: Stelum Frelsisstyttunni

Eða... ekki styttunni sjálfri, heldur stefnunni sem er greypt í fótstall hennar. Lesið grein um stefnu Alþýðufylkingarinnar í mannréttindamálum:

Gefið mér ykkar þreyttu, fátæku og kúguðu sem þrá að draga andann frjálsir


...og Reykvíkingar, munið að setja x við R á sunnudaginn!


Wednesday, May 28, 2014

Alþýðufylkingin fyrir skaðaminnkun fyrir fíkla

Ég vek athygli á því að flokkurinn minn, Alþýðufylkingin, samþykkti á dögunum ályktun til stuðnings skaðaminnkunar-þingsályktun Pírata:

Ályktun um skaðaminnkunarstefnu í eiturlyfjamálum

Auðvitað á að leyfa mosku

Það er ljóta ruglið sem Framsókn hefur komið sér í með þessum örvitalegu athugasemdum um moskuna. Glæsilegur oddviti sem þeir hafa valið sér og vonandi trampast þessa flokksafskræmi núna niður í flór sögunnar í eitt skipti fyrir öll.
 
Auðvitað á að leyfa íslenskum múslimum að byggja sér mosku, það eru bara þeirra réttindi. Ef menn ímynda sér að þar verði skipulögð hryðjuverk eða leyniskyttur verði uppi í mínarettunni, þá þurfa menn að leita sér hjálpar. Kommon!
 
Nú ætla ég hvorki að taka upp hanskann fyrir íslam per se né önnur trúarbrögð -- en er það ekki eftirtektarvert, að þegar sjálfmiðaðir vesturlandabúar gagnrýna t.d. illa meðferð á konum í íslömskum samfélögum -- þ.e.a.s. gagnrýna karlrembu og kynbundið ofbeldi -- þá beina þeir spjótunum að íslam en hvorki að karlrembunni sem slíkri né ofbeldinu sem slíku. Kjarni þessara viðhorfa, það sem umræðan snýst um, er ekki mannréttindi heldur óttinn við hina.

Ef íhaldssöm viðhorf eða herská menning eru vandamálið, þá á ekki að gera einhver trúarbrögð að sökudólgi -- en ef maður færi eftir því, lægi beinast við að gagnrýna í leiðinni íhaldssöm viðhorf og karlrembu á heimaslóðunum í leiðinni, ásamt herskárri menningu og kynbundnu ofbeldi. Ætli það sé það sem menn óttast?

XR: Höldum í Reykjavíkurflugvöll

Það er ekki af hugsjón einni saman sem Alþýðufylkingin styður að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni; aðalástæðan er sú praktíska: Hann er þarna, það er ekki fundinn annar staður og þar sem það þarf að vera flugvöllur í Reykjavík, þá er tja.. í það minnsta ópraktískt að ætla að flytja hann. Lesið nánar:

Og ekki gleyma að kjósa R-lista Alþýðufylkingar á sunnudaginn, þið sem hafið kosningarétt í Reykjavík. Um önnur stefnumál okkar má lesa í borgarmálastefnuskránni: