Thursday, May 27, 2010

Bezti vs. íhaldið

Ég heyri í fólki sem hefur áhyggjur af því að vita ekkert hvar það hefur Besta flokkinn (eða "Bezta", eins og Ólafur Þ. Stephensen skrifar). Það er svosem betra að þekkja einhvern og treysta honum heldur en að þekkja einhvern ekki. En hvað ef maður þekkir einhvern nógu vel til að treysta honum ekki? Ég meina, við vitum t.d. hvar við höfum íhaldið. Ég hugsa að það sé ekkert verra að freista gæfunnar með framboði sem maður veit ekki hvar maður hefur, heldur en að greiða alræmdum spillingaröflum götu að kjötkötlunum. Svo er auðvitað til sú leið sem ég mæli með, svona fyrir mitt leyti, sem er að kjósa Vinstri-græn. Við þurfum að hafa ærlegt fólk í borgarstjórn.

Auglýsingar Sjálfstæðisflokksins

Ekki er það margt sem ég er ánægður með í fari Sjálfstæðisflokksins, en misheppnaðar auglýsingar eru vissulega skemmtilegar þegar þær koma frá þeim. Sjónvarpsauglýsingar þeirra eru til dæmis asnalegri en ég bjóst við. Hvers vegna horfir Hanna Birna t.d. ekki framan í kjósendur? Er það vegna þess að hún er að ljúga? Og kræst, Ármann í Kópavogi er vonlaus. Loforðin hans eru ennþá fíflalegri en þegar Gísli Marteinn var að láta sig dreyma um skautasvell á Ingólfstorgi, í ljósi þess hvað hefur gerst í millitíðinni.
Það er líka fyndið að íhaldið skuli allt að því forðast að nefna nafn flokksins síns í sínum eigin áróðri, jafnvel í 80 blaðsíðna blaði um daginn. Það blað, btw., fór ég með á pósthús og endursendi til Sjálfstæðisflokksins ásamt bréfi og vænum múrsteini. Ég lét viðtakanda greiða burðargjaldið.

Thursday, May 20, 2010

Dylgjur, lygar og útúrsnúningar

Fjölmiðlar og hægrimenn hamast nú við að sverta Alþingis-nímenningana og dæma þá níðinga og svíðinga. Einn nímenninganna, Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, skrifar um þessa ólíkindaumræðu, tekur dæmi og hrekur lið fyrir lið í greininni Íslenska umræðuplanið.

Saturday, May 8, 2010

natus est filius meus

Síðasta miðvikudagsmorgun, 5. maí, klukkan 6:54, fæddist okkur Rósu vænn og vel útilátinn sonur. Þau hafa það ágætt mæðginin, bæði tvö. Eldey Gígja, sem er fimmtán mánaða, er nú orðin stóra systir og finnst viðbrigðin nokkur.

Tuesday, May 4, 2010

Er þetta Stalín?

...spurði hann. Nei, sagði ég, þetta er Emiliano Zapata.

Monday, May 3, 2010

Af afsprengjum mínum

Ekkert bólar ennþá á næsta erfingja, sem þó var settur á að fæðast í fyrradag.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ég sat um daginn á spjalli með félaga mínum í borðstofunni heima. Það var nálægt kvöldmatarleyti. Allt í einu drukknaði samtal okkar í ærandi trommuleik -- upphafinu á Dyer's Eve, síðasta laginu á ...and Justice for All með Metallicu. Það var fröken Eldey Gígja Vésteinsdóttir, fimmtán mánaða gömul, sem hafði kveikt á græjunum, valið lagið, hækkað og ýtt á 'play'. Ég er mjög stoltur af henni.