Saturday, January 30, 2010

Deild 14 lokað í vor

Það á að loka deild 14 á Kleppi, vinnustað mínum undanfarin níu ár. Ástæðan: Sparnaður, samkvæmt fyrirskipunum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Með öðrum orðum er þetta núna orðið persónulegt. Við starfsfólkið fengum tilkynningu um þetta í desember en höfðum þar áður heyrt orðróma allt í kring um okkur frá því síðsumars. Sjúklingarnir heyrðu fréttirnar í útvarpinu. Enginn þeirra hefur fengið nýjan stað til að fara á þegar deildinni verður lokað fyrsta maí, og allt starfsfólkið, 27 manns, hefur fengið uppsagnarbréf. Margt af því verður líklega endurráðið, en það er ekki á vísan að róa með það. Okkur þykir þetta súrt í brotið, svo ég segi ekki meira.

Tuesday, January 26, 2010

Það á að vera frítt í strætó fyrir alla, alltaf

Það birtist grein eftir mig á Smugunni í dag, lesið hana:

Monday, January 25, 2010

Ég gef kost á mér í forvali VG 6. febrúar

Ég gef kost á mér í forvali VG í Reykjavík, sem fram fer 6. febrúar næstkomandi. Ég er sósíalisti og nokkur aðal áherslumál mín eru að verja þá verst settu fyrir afleiðingum kreppunnar -- ekki síst þá borgarbúa sem eiga við geðræna erfiðleika að stríða, að höggva á samkrull borgarinnar við verktakaauðvaldið sem lætur miðbæinn grotna niður, og að strætó verði gjaldfrjáls fyrir alla.

Til að geta kosið í forvalinu þarf að vera skráður í flokkinn ekki seinna en á miðvikudaginn, 27. janúar, vera orðinn fullra 16 ára og eiga lögheimili í Reykjavík. Það er einföld aðgerð: Maður fer á Vg.is, þar er hnappur hægra megin á síðunni, þar sem stendur "Ganga til liðs við VG" og þið útfyllið það. Það tekur svona eina og hálfa mínútu. Þá eruð þið komin í flokkinn og getið tekið þátt í forvalinu 6. febrúar næstkomandi.

Með von um stuðning.