Monday, March 8, 2010

Óli Tynes: Við sprengjum ykkur í loft upp

Óli Tynes skrifar frétt á Vísi. Bandaríkjamenn og leppar þeirra í Suður-Kóreu eru með heræfingar sem snúast um að undirbúa stríð gegn Norður-Kóreu. Með öðrum orðum gróf próvókasjón. Þegar Norður-Kórea lýsir því yfir að hún sé við öllu búin líka, þá gerir Óli viðbrögð hennar við ögrunum Bandaríkjahers að frétt: Við sprengjum ykkur í loft upp, sögðu Norður-Kóreumenn. Hinir sögðu það sama á undan þeim með verkum sínum. En það þykir Óla ekki fréttnæmt. Óla Tynes þykir greinilega sjálfsagt að hóta Norður-Kóreu öllu illu.

No comments:

Post a Comment