Friday, February 19, 2010

VGA: Efstu sex sætin eru bundin

Í 15. grein forvalsreglna VG á Akureyri stendur: "Kjörstjórn stillir upp framboðslista eftir niðurstöðu forvals. Efstu sex sætin eru bundin [...]." Hver gaf kjörstjórninni leyfi til þess að ganga gegn niðurstöðu forvalsins? Guðbergur Egill Eyjólfsson situr ekki undir þessu, segir af sér formennsku í Akureyrarfélaginu og segir sig um leið úr flokknum. Þar missti flokkurinn góðan mann fyrir borð. Missti? Eða ætti ég að segja flæmdi?

10 comments:

 1. Sex efstu sætin eru bundin. En maðurinn í þriðja sæti neitaði að taka sæti sitt. Þá var manneskjan í fjórða sæti hækkuð upp í þriðja - en fimmta og sjötta sætið vildu ekki láta lyfta sér hærra. Og því var nýr kandídat settur í fjórða.

  Ég sé ekki neitt athugavert við þá afgreiðslu.

  ReplyDelete
 2. Samkvæmt forvalsbæklingnum gaf Daði kost á sér í 4. sæti en Kristín í 4.-6. sæti. Og vildu þau ekki færast upp á listanum, í sætin sem þau gáfu upphaflega kost á sér í? Það hljómar einkennilega.

  ReplyDelete
 3. Samkvæmt mínum heimildum töldu þau bæði að þessi tilhögun yrði sterkari fyrir listann. Það skal enginn segja mér að Kristín Sigfúsdóttir hefði látið setjast oná sig í þessu máli ef hennar vilji hefði staðið til annars. Enda var listinn samþykktur samhljóða.

  ReplyDelete
 4. Telurðu þá að Guðbergur hafi sagt af sér af tómum misskilningi?

  ReplyDelete
 5. Nei, ætli það sé ekki líklegra að hann hafi verið að leita sér að átyllu og tekist frekar klaufalega til.

  ReplyDelete
 6. Það má orða það þannig ef maður vill láta hann líta klaufalega út. Ég held að þetta hafi verið dropinn sem fyllti mælinn hjá honum.

  ReplyDelete
 7. Er ekki líklegast að hann hafi stutt Baldvin og verið fúll yfir niðurstöðunni. En ég er bara að giska. Sagan sem hann segir meikar allavega ekki sens.

  ReplyDelete
 8. Þetta forval og vinnubrögðin í kring um það voru ekki það eina sem réð, heldur dropinn sem fyllti mælinn hjá Guðbergi, sem var búinn að vera óánægður innan flokksins lengi. Hann er ekki sá fyrsti sem yfirgefur flokkinn vegna óánægju með frammistöðu forystunnar í ríkisstjórninni, og ég yrði líka hissa ef hann yrði sá síðasti.

  ReplyDelete
 9. Hvað er lengi Vésteinn? Ég held að Guðbergur hafi ekki stoppað mjög lengi í flokknum, ég nefni t.d. að hann sat einn landsfund. Ef menn eru óánægðir þá annað hvort breyta þeir hlutunum eða fara. Við eigum ekkert að væla yfir því. Skýringar Guðbergs eru síðan fráleitar þegar hann skýrir brotthvarf sitt með því að Jóni Erlendssyni hafi verið stillt upp í fjórða sætið. Hvað vildi hann, að það yrði farið niður allan listann þangað til að einhver fyndist sem vildi taka sætið? Eru það betri vinnubrögð?

  Freyr

  ReplyDelete
 10. Hann, eins og svo margir, var búinn að vera óánægður að minnsta kosti síðan ríkisstjórnin gerði hann og okkur öll að fífli með því að styðja aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Ég er ekkert að væla yfir því að hann hafi hætt, en hins vegar er eftirsjá að honum, og fleirum sem hafa hætt upp á síðkastið, fyrir flokkinn.

  ReplyDelete