Monday, February 22, 2010

Smugunnar saknað

Smugan.is lokaði um daginn og stefnt er að enduropnun 1. mars nk. eftir endurbætur. Ég fatta nú ekki hvers vegna þarf að loka síðunni í meira en viku til þess að endurbæta hana, en ég er svosem enginn tölvusérfræðingur. En þegar Smugan lokaðist var lokað á helsta vettvang Vinstri-grænna til að rökræða málin og útkljá það sem fólk er ósammála um. Það var orðið nokkuð mikið um það síðarnefnda undir það síðasta, og ekki veitti af, svo tímasetningin á lokuninni var ekki sú heppilegasta fyrir umræðuna í flokknum.

No comments:

Post a Comment