Saturday, February 20, 2010

Heildræn heilun fyrir dýr

Mér hefur verið sagt upp starfinu mínu. Ef ég verð ekki endurráðinn, þá er ég að hugsa um að opna heilunar- og fyrirbænamiðstöð fyrir dýr. Fólk getur þá komið með gæludýr eða húsdýr (og seðla, auðvitað) og við blessum þau, dönsum í kring um þau og beitum heildrænum, innhverfum hughrifum til að skynja hvað amar að þeim. Ef það er eitthvað sem vantar í þetta þjóðfélag, þá er það dýralæknastofa sem sérhæfir sig í óhefðbundnum dýralækningum. Eða ætti ég kannski frekar að kalla það hefðbundnar dýralækningar? Okkar aðferðir byggja jú á fornum hefðum nýsjálenskra maóría, í raun mun fornari en "venjulegar" dýralækningar eru.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Tékkið annars á grein bróður míns í Fréttablaðinu í dag, s. 22.

No comments:

Post a Comment