Tuesday, February 16, 2010

Endurtalning póstatkvæða hjá VG

Endurtalningu á bréflegum atkvæðum í forvali VG er lokið. Niðurstaða hennar er sú sama og fyrri talningar. Og hvað með það? Það var vitað að þau mundu ekki breyta röð efstu frambjóðenda, hvort sem þau væru talin með eða dæmd ógild. Enda er það ekki það sem skiptir máli, heldur það að frambjóðendurnir sátu ekki við sama borð: Þorleifi skildist að það væri bannað að fara með seðla á kjörstað fyrir fólk. Þess vegna voru honum ekki greidd fleiri utankjörfundaratkvæði.

No comments:

Post a Comment