Sunday, November 15, 2009

Ríki og ríkir

Það er þversagnakennt að þeir ríku vilji ekki borga skatta til ríkisins. Það eru þeir sem njóta mest góðs af því til að byrja með. Nei, ríkið á sjálfa tilvist sína undir þeim, enda er höfuðhlutverk þess að verja þá ríkustu, að verja stéttarhagsmuni yfirstéttarinnar, einkaeignarréttinn.

4 comments:

 1. Það er eitthvað annað en í Þýskalandi þar sem auðjöfrar (ca 40 talsins) báðu um hátekjuskatt á sig. Þeir vildu leggja landinu sínu lið í kreppunni. Hér trompast varðhundar þeirra á þingi (brjálæði).

  ReplyDelete
 2. Hah, auðjöfrar að biðja um hátekjuskatt. Það kalla ég nú sýndarmennsku ef sýndarmennska er til.

  ReplyDelete
 3. Afhverju þarf það að vera sýndarmennska? Allir helstu gúruar kapitalismans vilja að menn gefi til baka. Þessir ríkustu Gates, Buffet etc. gefa grimmt. Að gefa til baka með hátekjuskatti myndi auk þess senda skilaboð til annarra auðjöfra að vera með, auk þess að það yrði smá brú yfir gjána sem er milli ríkra og fátækra.
  Við erum jú öll farþegar á sömu skútunni, hvort heldur við erum á 1. farrými eða því þriðja. Verða ekki allir að leggjast á árarnar?

  ReplyDelete
 4. Það er ekki sama að gefa til baka og gefa til baka. Auðjöfrar vilja oftast sjálfir ráðstafa sínum gjöfum til baka frekar en að láta þær renna í sameiginlega sjóði. Þeir vilja oftast frekar gefa ölmusu af mildi sinni heldur en að það sé tekið af þeim í sköttum til að standa undir samneyslu.

  ReplyDelete