Thursday, November 26, 2009

65 færri...

Í dag fór ég á Þjóðskrá með 65 trúfélagsskráningareyðublöð, afrakstur af trúfélagsleiðréttingarherferð Vantrúar í þessari viku. Það færir heildarfjöldann, frá upphafi, upp í 1101 einstakling. Það er mánuður síðan við komumst yfir þúsundið. Þessi herferð gengur með öðrum orðum æðislega vel. Það munar um hvern einasta sem skráir sig.
Fyrir þá sem ekki vita, þá miðast úthlutun sóknargjalda við trúfélagsskráningu 1. desember árið á undan. Sóknargjöldum næsta árs verður því úthlutað skv. skráningu næstkomandi þriðjudag. Það þýðir að fólk ætti að hafa hraðar hendur við að skrá sig úr ríkiskirkjunni, ef það þá er ekki búið að því nú þegar. Það er hægt að nálgast hvítt (blek-sparandi) eyðublað hér og það er hægt að skila því inn á Þjóðskrá (Borgartúni 24, 150 Rvk) eða senda það í faxi: 569 2949.
Drífið í því!

No comments:

Post a Comment