Wednesday, October 28, 2009

Stöðugleikasáttmáli auðvaldsins

Jæja, fyrst auðvaldinu þóknast að framlengja kjarasamninga, þá hlýtur Gylfa Arnbjörnssyni að vera óhætt að gera það. Hélt einhver að honum væri alvara með stórkarlalegum yfirlýsingum undanfarið? Var ég sá eini sem fann lyktina af blöggi og sýndarmennsku? Það er kannski við hæfi að rifja upp vísu sem ég orti um daginn:

Ástandið er dapurt, dimmt,
og dægrin ekki fögur.
Bítur seint þó gelti grimmt
Gylfi Arnbjörnsmögur.

No comments:

Post a Comment