Wednesday, October 28, 2009

Í fréttum er þetta helst...

Össur Skarphéðinsson fordæmir hryðjuverkaárás í Kabúl, þar sem a.m.k. 6 dóu og 9 særðust, flestir útlendingar. Hvar er fordæmingin þegar bandarískir hermenn myrða saklausa borgara í hrönnum? Gegnir öðru máli þegar fórnarlömbin eru afgönsk og morðingjarnir vestrænir?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ríkisstjórnin ku ætla að endurskoða áform um orku- og auðlindaskatt til að bjarga stöðugleikasáttmála auðvaldsins. Gylfi Arnbjörnsson er líklega dyggasti þjónn auðvaldsins hér á landi nú um stundir. Hann hlýtur að vera stoltur. En hvers vegna lætur ríkisstjórnin draga sig út í þetta? Getur verið að hún sé líka þjónn eða verkfæri auðvaldsins? Er það hugsanlegt?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Og Andri Snær vill að McDonalds skiltið verði rifið niður á sama hátt og styttan af Saddam. Þetta er vægast sagt mjög góð hugmynd. Ég skal mæta!

No comments:

Post a Comment