Thursday, August 13, 2009

Setið á hakanum

Bloggið hefur ekki verið efst á forgangslistanum undanfarið hjá mér. Ekki veit ég hvenær ég tek aftur til óspilltra málanna að deila hugsunum mínum með internetinu, á þessari síðu og öðrum. Þið haldið bara niðri í ykkur andanum á meðan.
~~~ ~~~ ~~~
Í stuttu máli sagt:
* Eldey dafnar ennþá vel og er á allan hátt eins og ég helst gæti óskað mér. Við erum öfundsverðir foreldrar, þótt ég segi sjálfur frá.
* Garðurinn er á góðri leið með að breytast í frumskóg. Matjurtirnar hafa það samt sæmilegt, við erum að éta aðra uppskeru af radísum og gulrætur og rófur eru einnig komnar á matseðilinn.
* Ég skrapp á Wacken Open Air um daginn, í tíunda skiptið í röð. Það var nú gaman, þótt ég hafi aldrei áður verið jafn lengi í burtu frá Eldeyju.
* Rauðir dagar, sem Rauður vettvangur hélt um daginn, tókust býsna vel. Þeir verða endurteknir áður en langt um líður. M.a. stefnum við á að halda ráðstefnu í októberbyrjun.

No comments:

Post a Comment