Sunday, June 28, 2009

Eldey dafnar hratt, stækkar og stækkar og fylgist vel með umhverfi sínu. Hún hefur m.a. gaman af að fara í krumlu við tærnar á sér.
~~~ ~~~ ~~~
Í fyrradag tók ég upp síðustu radísurnar og í gær sáði ég aftur í beðið.
Í vor leist mér ekki á blikuna, matjurtalega séð. Hinn hefðbundni matjurtagarður er nefnilega í hers höndum. Það hefur þó aðeins ræst úr matjurtaræktinni. Ég endaði með að sá ekki bara radísum, heldur rófum, hvítkáli, rauðkáli, hnúðkáli, rósakáli, brokkolíi, blómkáli, spínati, lauk, hvítlauk, gulrótum -- já, og svo setti ég niður kartöflur. Undir þetta allt saman smíðaði ég fimm stóreflis matjurtabeð og þrjú smærri líka, og kom fyrir framanvið húsið, á blettinum og fyrir aftan hús. Mjög myndarlegt, þótt ég segi sjálfur frá.
~~~ ~~~ ~~~
Hana, þetta held ég sé aðeins snyrtilegra.

No comments:

Post a Comment