Friday, December 5, 2008

Svo fátt eitt sé nefnt...

Mér er brugðið yfir sviplegu fráfalli Rúnars Júlíussonar. Þar fór góður maður og sterkur karakter sem verður saknað.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ég hef náð að strika nokkur mikilvæg atriði út af tossalistanum mínum nýverið. Nógu langur er hann samt. Það er ekki einleikið hvað það er mikið að gera þessa dagana.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ég hélt einu sinni að ég næði að gera garðinn frægan (s.s. lóðina í kring um húsið mitt) áður en byltingin kæmi. Núna er ég ekki jafnviss.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það leiðir hugann að öðru; ætli mér auðnist að taka til heima hjá mér, gera hreint, vaska upp, skipta á rúminu, taka til í kjallaranum og á háaloftinu og kaupa mér nýja yfirhöfn og nýja skó, áður en byltingin kemur?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Fyrir ykkur, sem eruð að hefja störf sem næturverðir, er hér eitt hollráð frá manni með áralanga reynslu: Gætið þess að sofa vel. Well, duh.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ef einhver er að velta því fyrir sér hvað hann eigi að gefa mér í jólagjöf, þá vil ég benda á einn (gagnkvæman) möguleika sem kemur sterkur inn: Ekki neitt.
(Fyrir þá sem ekki standast freistinguna, þá er flaska af sæmilegu viskíi nokkuð seif.)

No comments:

Post a Comment