Monday, December 8, 2008

Oddhendur tvær og hringhenda til

Nálgast jól, frá Norðurpól
næðir um skjólin manna.
Bílar spóla, sést ei sól,
sitja í stóli fanna.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Um himin bláan lagða lága
lít með gráa slikju ég.
Frysti áa, fenni gjáa
freðinna stráa vist er treg.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Þegar sólin sig oss felur,
svitna í skólaprófum börn,
bílar spóla, kinnar kelur,
kann ég að jóla nálgast törn.

No comments:

Post a Comment